Eggjum kastað

Mér finnst þetta sína vanþroska og virðingaleysi við þjóðina að kasta eggjum í Alþingishúsið og fólk ætti bara að anda inn um nefið og út um munninn og reina að róa sig.

Það eru menn að vinna í að bjarga því sem hægt er að bjarga og ættum við að gefa þeim vinnufrið og reina að standa saman frekar heldur en að vera með skrílslæti.

Að heimta stjórnarslit og kosningar núna er svipað og reka slökkviliðsmann út úr brennandi húsi og láta húsið brenna til grunna.

Að veitast að löggunni finnst mér fáránlegt , hafa þeir eitthvað gert okkur, ég er viss um að einhverjar löggur hafi tapað peningum líka en samt halda þeir ró sinni og vinna sína vinnu með stakri prýði.

Ég vill taka það fram að ég er bara venjulegur maður sem býr úti á landi og þarf að borga brúsann eins og allir aðrir en samt er ég stoltur að vera Íslendingur og mundi aldrei kasta neinu að Alþingishúsinu því mér fynnst það sýna lítisviringu við okkur öll .islenskii-faninn-h


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Það sem er, og fer fram inni í Alþingishúsinu er lítilsvirðing við okkur öll.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 8.11.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36

Heldur þú að þú gætir gert betur en menn sem starfa þarna inni . Og ef svo er skaltu þá bjóða þig fram til næstu kosninga, hvað segir þú um það .

Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36, 8.11.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Það er ekki hægt að gera verr.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 8.11.2008 kl. 19:06

4 Smámynd: Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36

Í fótbolta er það alltaf fólkið á í stúkunni sem veit best hvernig á að spila leikinn en ef það væri sett inná völlinn væri dálítið erfiðara að ver sérfræðingurinn þegar þeir ættu að spila leikinn.

Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36, 8.11.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

'Agætis innlegg. Þetta er mikið virðingarleysi að grýta Alþingishúsið með eggjum og erum það svo ekki við skattgreiðendur sem þurfum að borga fyrir að hreinsa húsið?

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 8.11.2008 kl. 20:46

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Nilli minn, ef ég hefði verið þarna í dag þá hefði ég grítt alþingishúsið - með fúlum eggjum, er samt öllu jöfnu róleg, eins og þú veist - en ég er bara þokkalega komin upp í kok með þetta bull hjá þeim og ég er bara alveg viss um að ég gæti gert betur en þetta fólk þarna, því það er nákvæmlega ekki að gera neitt .... og hver veit hvort ég fari í framboð í landsmálin næst

Eg hefði nú samt látið police í friði - þeir hafa ekki gert mér neitt í gegnum tíðina, enda hálfur frændgarðurinn þar...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36

Bjarney mín alþingismenn koma og fara en alþingishúsið mun alltaf standa þarna og er tákn okkar eins og fáninn okkar þess vegna finnst mér mjög niðurlægjandi fyrir okkur öll að grýta þetta hús.

Ef þú villt grýta einhvern farðu þá heim til fyrrum bankastjórana hjá bönkunum og grýttu húsin þeirra.

Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36, 9.11.2008 kl. 01:12

8 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

He he Níels Sigurður Hvað hel... ertu formlegur, maður er bara kallaður hérna fullu nafni og alles

Ég veit vel að húsið er tákn okkar og allt það, en það er ekki hægt að kasta í þessa þingmenn, þeir halda sig innandyra - en ég væri nú alveg til í að henda fúlum eggjum - sem ekki er hægt að nota í bakstur, í nokkra alþingismenn.

Og, Blommi - ég er alls ekki sammála þessum gaurum sem voru klifrandi upp um allt, það er nú bara einu sinni þannig að oft þarf ekki marga vitleysinga til að dæma alla. ég skil reiði almennings sem var þarna, því ég er líka reið, en ég samþykki aldrei svona bull eins og þessir ,,frægu" mótmælendur nota - klifrandi upp um allt - við höfum aldeilis fundið fyrir því hérna fyrir austan - en smá eggjakast er nú saklaust - og svo má skola húsið eftir á...

og Nilli minn, endilega kallaðu mig bara Böddu hérna, eins og þú gerir alltaf...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:55

9 Smámynd: Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36

Þú mátt Badda mín kasta í alþingismennina mín vegna og ef þú hittir Gordon brown og Mr. Daling Máttu kasta heilum eggjapakka í þá.

Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36, 9.11.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36
Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36
Er fyrrum sjómaður og atvinnubílstjóri en vinnur nú í álgeiranum hefur brennandi áhuga á mótorhjólum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 754

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband