Miðvikudagur

Jæja fór á Reiðafjörð og af öllum hjólamönnum hérna var Högni einn mættur, það var bara smá úði svo það á ekki að vera nein afsökun fyrir að mæta ekki .                                                                 Purruðum við upp í Egilstaði fengum okkur te hjá Varginum og skoðuðum nía hjólið hans (flott).Við Högni erum ennþá á því að fara tour de tunnel um helgina. Það er ferlegt að það skuli vera svona mikið kokkopufs á vegunum hér á miðju sumri og líka það að ef kemur smá sól og hitinn fer yfir 10 gráður þá séu blæðingar á slitlaginu hér fyrir austan, það er margbúið að kvarta við vegagerðina en lítið er gert í þessu annað en að strá grjóti yfir blæðingarnar og þetta er stórhættulegt fyrir mótorhjól og bíla td,var slys hér fyrir austan á hjóli vegna blæðinga, hjólið flaut á blæðingu og ökumaður missti stjórn á hjólinu og eftir bestu vitund ökklabrotnaði hann við fallið en hjólið skorðaðist undir grindverki sem var þar og var ökumaður heppin að klemmast ekki þar líka þá hefði kannski farið ver en nó í bili bæ bæ                                                                            th_niels

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36
Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36
Er fyrrum sjómaður og atvinnubílstjóri en vinnur nú í álgeiranum hefur brennandi áhuga á mótorhjólum
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 893

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband